fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flosi Eiríksson, frambjóðandi til formanns VR, telur að formaður VR eigi að hafa svipuð kjör varðandi uppgjör og starfslok og annað fólk á almennum vinnumarkaði.

Þetta segir Flosi í viðtali við Morgunblaðið í dag en blaðið greindi frá því í gær að starfslokasamningur Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR, hefði numið um 10 milljónum króna.

Sjá einnig: Segja Ragnar Þór hafa þegið biðlaun upp á um 10 milljónir króna samhliða þingfarakaupi

Ragnar átti rétt á sex mánaða biðlaunum samkvæmt ráðningarsamningi og óskaði hann eftir eingreiðslu þeirra og hefur uppgjörið farið fram. Ragnar hefði þó getað afþakkað biðlaunin þar sem hann var kominn með nýja vinnu á Alþingi.

Í yfirlýsingu sem Ragnar Þór birti á Facebook-síðu sinni í gær sagðist hann hafa fullan skilning á því að málið slái fólk illa. Benti hann þó á að hann hefði ákveðið, þegar hann tók við formennsku í VR árið 2017, að lækka laun sín um 300 þúsund á mánuði en ein af forsendum þess var að halda öðrum réttindum eins og biðlaunum sem eru alla jafna sex mánuðir hjá forystufólki innan verkalýðshreyfingarinnar.

Sjá einnig: Ragnar Þór svarar fyrir biðlaunin – „Hef fullan skilning á því að þetta slái fólk illa“ 

Þá sagði hann að ástæðan fyrir því að hann og eiginkona hans hafi ákveðið að halda biðlaununum hafi fyrst og fremst verið sú að hann hafi litið á biðlaunin sem mjög tímabundna afkomutryggingu þar sem forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur jafnan átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir starfslok.

Flosi segir við Morgunblaðið að hann myndi fara aðra leið ef hann yrði kjörinn formaður VR.

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona,“ segir hann og bætir við að eflaust sé rétt hjá Ragnari að forystufólk í verkalýðshreyfingunni geti átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði eftir starfslok.

„Auðvitað vit­um við það að fólk sem hef­ur verið áber­andi í verka­lýðshreyf­ingu og umræðum get­ur átt í meiri vand­ræðum með að fá vinnu al­mennt. En ég held samt að menn verði bara að gera sér grein fyr­ir því þegar þeir sækj­ast eft­ir svona starfi,“ seg­ir Flosi við Morgunblaðið og telur að formaður VR eigi að hafa svipuð kjör varðandi uppgjör og starfslok og annað fólk á almennum vinnumarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Tveir menn ákærðir fyrir hópnauðgun

Tveir menn ákærðir fyrir hópnauðgun
Fréttir
Í gær

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“

Hvimleitt vandamál búðarferða – „Ég er ógeðslega leiðinleg þegar kemur að þessu, ég bara nenni þessu ekki“