fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þó að mörg­um kunni að þykja slík­ar hug­mynd­ir rót­tæk­ar og jafn­vel frá­leit­ar er ljóst að fyrri nálganir duga ekki leng­ur,“ segir Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar Bjarni um nauðsyn þess að Íslendingar stofni her, varnarmálaráðuneyti og leyniþjónustu meðal annars.

Í grein sinni bendir Bjarni á að nú sé nýtt tímabil hafið í sögu Evrópu. Pax Americana – hið langvar­andi ör­ygg­is­net sem Banda­rík­in hafa veitt álf­unni – sé nú gufað upp.

„Ísland hef­ur allt frá 1941 reitt sig á varn­ir Banda­ríkj­anna, þar sem aðild­in að Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO) og varn­ar­samn­ing­ur­inn frá 1951 hafa gegnt lyk­il­hlut­verki. Síðustu ár hef­ur ís­lenska ríkið lagt meira til ör­ygg­is- og varn­ar­mála, en á mjög langt í land með að ná viðmiðum annarra aðild­ar­ríkja NATO,“ segir hann og bætir við að sú heimsmynd sem Ísland hefur grundvallað öryggis- og varnarmál sín á hafi tekið stakkaskiptum.

„Banda­rík­in hafa í aukn­um mæli dregið úr áherslu sinni á ör­yggi Evr­ópu og beina nú sjón­um sín­um að Kyrra­hafi og Asíu. Við það bæt­ist póli­tísk­ur óstöðug­leiki inn­an Banda­ríkj­anna, sem veld­ur óvissu um langvar­andi skuld­bind­ing­ar þeirra á alþjóðavett­vangi,“ segir Bjarni í greininni í Morgunblaðinu.

Ísland þurfi að axla ábyrgð

Þá bendir hann á að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi ítrekað sýnt bandamönnum sínum fjandsamlegt viðmót, þar á meðal Kan­ada, Dan­mörku og Græn­landi. Þetta hafi vakið áleitn­ar spurn­ing­ar um hvort Banda­rík­in muni virða skuld­bind­ing­ar sín­ar ef ör­yggi banda­manna þeirra er ógnað. Þá sé framganga varaforsetans, JD Vance, ekki skárri eins og sást í München á dög­un­um.

„Sam­hliða þess­ari þróun hef­ur ör­ygg­is­um­hverfi Evr­ópu gjör­breyst með ólög­legu árás­ar­stríði Rúss­lands í Úkraínu sem Norður-Kórea tek­ur þátt í. Við þess­ar aðstæður verður Ísland að axla meiri ábyrgð á eig­in vörn­um en áður og tryggja að landið sé í stakk búið til að tak­ast á við hugs­an­leg­ar ógn­ir og árás­ir í sam­starfi við önn­ur lýðræðis­ríki,“ segir hann og nefnir svo að eitt mikilvægasta skrefið í þá átt sé stofnun íslensks hers.

Getum ekki verið herlaust ríki lengur

„Slík stofn­un er ekki ein­ung­is rök­rétt fram­hald í ís­lensk­um varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um held­ur einnig nauðsyn­legt skref í átt að sjálf­bær­ari og raun­hæf­ari ör­ygg­is­stefnu. Með því gæti Ísland byggt upp sér­hæfðan, há­tækni­vædd­an varn­ar­her sem myndi fyrst og fremst sinna eft­ir­liti, gæslu ís­lenskra hafsvæða og viðbrögðum við ógn­un­um á Norður-Atlants­hafi og á norður­slóðum. Slík­ur her myndi einnig styrkja stöðu Íslands inn­an NATO sem og í öðru varn­ar­sam­starfi og sýna að við tök­um þátt í sam­eig­in­leg­um vörn­um vin­veittra ríkja með festu og ábyrgð.“

Að mati Bjarna er ljóst að í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavettvangi geti Ísland ekki lengur verið herlaust ríki. Fyrri nálganir dugi einfaldlega ekki lengur og ef tryggja eigi öryggi landsins og styrkja stöðu þess í samfélagi þjóðanna sé skynsamlegt að grípa til eftirfarandi aðgerða án tafar, segir Bjarni og nefnir nokkur atriði.

Skoða ætti að taka upp herskyldu

Í fyrsta lagi nefnir hann stofnun varnarmálaráðuneytis. „Til að Ísland geti tekið virk­an þátt í sam­eig­in­leg­um vörn­um banda­lags­ríkja NATO er brýnt að efla stjórn­sýslu varn­ar­mála og tryggja skýra stefnu­mörk­un og ábyrgð á þessu sviði,“ segir hann.

Í öðru lagi nefnir hann aukning varnarfjárveitinga. „Ísland ætti að skuld­binda sig til að verja að lág­marki 3% af vergri lands­fram­leiðslu til varn­ar­mála, í sam­ræmi við auk­in viðmið margra Evr­ópu­ríkja.“

Og í þriðja lagi nefnir hann stofnun íslensks hers. „Upp­bygg­ing sér­hæfðs hers á grunni nú­ver­andi rík­is­stofn­ana sem sinna varn­artengd­um verk­efn­um myndi tryggja öfl­ug­an viðbúnað lands­ins.“

Hann heldur svo áfram og nefnir að alvarlega ætti að skoða að taka upp herskyldu líkt og tíðkast í hinum Norðurlandaríkjunum.

Bjarni nefnir svo stofnun leyniþjónustu. „Sér­hæfð grein­ing­ar- og ör­ygg­is­stofn­un verði reist á grunni þeirra stofn­ana sem sinna grein­ing­ar­vinnu í dag með það að mark­miði að afla upp­lýs­inga og verj­ast netárás­um, hryðju­verk­a­starf­semi, upp­lýs­inga­hernaði og leyni­leg­um aðgerðum er­lendra ríkja.“

Þá segir hann að efla ætti innlendan varnarmálaiðnað og framleiðslu hergagna. Stjórn­völd ættu að styðja við þróun inn­lendra há­tækni­lausna fyr­ir varn­ar- og ör­ygg­is­mál og stuðla að fram­leiðslu her­gagna hér­lend­is. Þá nefnir hann í síðasta lagi stóraukna kennslu og rannsóknir í varnarmálum í samstarfi við vinveitt ríki.

„Með þess­um aðgerðum get­ur Ísland bet­ur tryggt eigið ör­yggi, styrkt stöðu sína á alþjóðavett­vangi og tekið fulla ábyrgð á vörn­um lands­ins. Þrátt fyr­ir að sum­um kunni að finn­ast þess­ar til­lög­ur óvenju­leg­ar og ekkí í anda orða for­sæt­is­ráðherra um að fólk þurfi að anda ofan í kviðinn er ljóst að sá heim­ur sem Ísland áður treysti á er að breyt­ast. Það er ekki ein­ung­is nauðsyn­legt að axla mun meiri ábyrgð á eig­in vörn­um en áður, held­ur einnig rök­rétt skref í átt að sjálf­stæðari og sterk­ari þjóð sem stend­ur vörð um eig­in hags­muni, yf­ir­ráðasvæði og full­veldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“

„Ef ég væri kosinn þá myndi ég ekki semja svona“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Í gær

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot