fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
433Sport

Sigmar segir alla söguna á bak við uppákomuna í Manchester: Orðið fyrir aðkasti í einkaskilaboðum – „Þeir verða brjálaðir, byrjuðu að öskra“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson segist vel meðvitaður um hvernig reglurnar virki á fótboltavöllum á Englandi er þú situr með stuðningsmönnum heimaliðsins. Hann segir alla sólarsöguna á bak við uppákomu á leik Manchester City og Liverpool um helgina í hlaðvarpi hans og Huga Halldórssonar, 70 mínútum.

Sigmar er mikill stuðningsmaður Liverpool og sá liðið vinna City 0-2 í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann og hópurinn sem hann var með sátu hins vegar á meðal stuðningsmanna City og var þeim vísað út í kjölfar þess að 12 ára drengur í hópnum fagnaði fyrra marki Liverpool lítillega, að sögn Sigmars. Sjálfur slapp hann þar sem hann var á salerninu er hópnum var vísað á dyr.

Meira:
Myndband: Sigmar lenti í ömurlegri uppákomu í Manchester í gær – „Mjög stoltir af sjálfum sér, þessar litlu sálir“

„Við vitum alveg að þú fagnar ekki andstæðingnum. Eina leiðin til að fá miða var að kaupa í City-stúkunni. Við vorum ekki með hörðustu stuðningsmönnunum, við vorum með ársmiðahöfunum, eldri borgurum og engin læti. Það var varla klappað þarna,“ segir Sigmar í 70 mínútum.

„Við vorum með unga drengi með okkur, sá yngsti 12 ára. Við vorum búnir að fara yfir reglurnar, við fögnum ekki neinu hérna. Ég var meira að segja búinn að stinga upp á því að kaupa City-trefilinn, taka þetta alla leið. Leikurinn byrjar og svo kemur fyrsta markið. Það kemur eftir hornspyrnu og var mjög glæsilegt í alla staði. Og þessi 12 ára segir bara „yess!“ Fyrir aftan mig situr maður á sjötugsaldri og sonur hans, um fimmtugt og þeir verða brjálaðir, byrjuðu að öskra. Ég sneri mér við og bað þá afsökunar, að við hefðum bara veðjað á að Liverpool myndi skora fyrsta markið, að við héldum ekki með neinum í þessum leik og værum bara að njóta fótboltans. Þeir héldu áfram alveg brjálaðir, kölluðu á vörðinn sem sá að við vorum ekki með neinn skæting.“

Málið virtist úr sögunni allt þar til í hálfleik, þegar Sigmar kom til baka af salerninu og varð vitni af því þegar hópnum hans var vísað út.

„Liverpool skorar svo aftur og við segjum ekki neitt, allir stilltir. Við vitum alveg að þú ert ekki dónalegur við gestgjafana. Svo kemur hálfleikur, við fórum að fá okkur pylsur og eitthvað léttöl. Ég fór svo á klósettið og kom til baka en þá mæti ég hópnum mínum bara með Víkingasveitinni. Það voru 8-9 vallarverðir mættir til að fylgja þeim út, sögðu að þeir myndu sitja þá á annan stað en þeir voru náttúrulega aldrei að fara að gera það.“

Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur Sigmar að sögn fengið fjölda harðorða skilaboða.

„Það var einn gæi sem er búinn að halda með City síðan 1972 eða eitthvað og hann jós yfir mig níði í einkaskilaboðum,“ sagði hann.

Meira
Telja Sigmar og hans fólk ekki hafa verið fórnarlömb um helgina – „Hann er heppinn að vera bara rekinn út en ekki laminn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Útilokar alfarið að þetta geti gerst á Íslandi í sumar

Útilokar alfarið að þetta geti gerst á Íslandi í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvetur menn til að sjá glasið hálffullt í umræðunni um Gylfa Þór

Hvetur menn til að sjá glasið hálffullt í umræðunni um Gylfa Þór
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndbirting Gumma Ben í dag fær fólk til að tala

Myndbirting Gumma Ben í dag fær fólk til að tala
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vonast eftir tilboði frá City og er til í að vera í aukahlutverki

Vonast eftir tilboði frá City og er til í að vera í aukahlutverki
433Sport
Í gær

Eftir söluna á Gylfa eru Valsarar sagðir til í að greiða sand af seðlum fyrir Kjartan

Eftir söluna á Gylfa eru Valsarar sagðir til í að greiða sand af seðlum fyrir Kjartan
433Sport
Í gær

Guardiola leggur mikla áherslu á að fá Wirtz – Til í að bjóða leikmann í skiptum

Guardiola leggur mikla áherslu á að fá Wirtz – Til í að bjóða leikmann í skiptum