Eins og flestir vita nú gekk Gylfi Þór Sigurðsson á dögunum í raðir Víkings frá Val. Skiptin hafa vakið athygli og umtal.
Þetta var tekið fyrir í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Ljóst er að margir Valsararar eru sárir eftir skiptin en Hrafnkell Freyr Ágústsson hvetur þá til að sjá glasið hálffullt.
„Ég held það hafi verið fínt fyrir Val að losna við Gylfa. Gæðalega er hann frábær en þetta var orðið súrt þarna,“ sagði hann í Íþróttavikunni á 433.is.
„Ég held að þetta mál geri mikið í að þjappa hópinn saman. Það verður eitthvað stórt nafn fengið þarna inn í staðinn, til dæmis frá Skandinavíu.
Aron, Kiddi og Gylfi (á miðjunni), þetta var ekki að virka og það þurfti að losa einn. Kannski því miður var það Gylfi,“ sagði Hrafnkell enn fremur.