Varnarmaðurinn Baldvin Þór Berndsen er genginn í raðir Bestu deildarliðs ÍA frá Fjölni í Lengjudeildinni.
Baldvin er 21 árs gamall og hefur vakið athygli með Fjölni. Tekur hann nú skrefið yfir til ÍA, sem hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar sem nýliði í fyrra.
Tilkynning ÍA
Baldvin Þór Berndsen semur við ÍA!
Baldvin Þór Berndsen (2004) er nýr leikmaður ÍA, hann kemur til félagsins frá Fjölni. Baldvin semur við ÍA yfir næstu þrjú leiktímabil. Baldvin lék upp alla yngri flokka Fjölnis og hefur spilað 51 leik í Lengjudeildinni og skorað í þeim 3 mörk.
Baldvin er sterkur, fljótur og tæknilega góður varnarmaður sem vakti verðskuldaða athygli síðasta sumar með Fjölni.
Velkominn á Skagann, Baldvin!