fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Guðrún Hafsteinsdóttir: Bjarni Ben hefur aldrei notið sannmælis – tók við flokknum í erfiðri stöðu og náði aldrei viðspyrnu

Eyjan
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson gerði margt gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina en auðvitað urðu honum líka á mistök. Líklega voru það mistök að endurnýja stjórnarsamstarfið við Vinstri græna í þingkosningunum 2021 en það er auðvelt að segja það nú, þegar fyrir liggur að allir þrír ríkisstjórnarflokkarnir voru rassskelltir í kosningunum og einn þeirra þurrkaðist út af þingi. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, sem er gestur í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Gudrun Hafsteinsdottir - 5
play-sharp-fill

Eyjan - Gudrun Hafsteinsdottir - 5

„Bjarni tekur við á gríðarlega erfiðum tíma þar sem þjóðin er í sárum eftir efnahagshrunið og er í miðju hruni. Ég held að einhver hluti þjóðarinnar hafi viljað kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig fór. Í þessu andrými tekur Bjarni við sem formaður flokksins. Ég er þeirrar skoðunar, og bara svo það sé sagt, þá er ég mikil Bjarna-manneskja, hef alltaf stutt Bjarna. Ég studdi hann í síðasta formannskjöri og lýsti því yfir opinberlega, og bara svo það sé sagt, þá er ég þeirrar skoðunar að Bjarni sé búinn að vera yfirburðastjórnmálamaður þessi 16 ár sem hann hefur verið formaður flokksins,“ segir Guðrún.

Hún segist ekki geta tekið undir þau orð spyrjanda að Bjarna hafi verið mislagðar hendur. „En ég við árétta það að þegar hann stígur inn sem formaður flokksins er ákveðið upplausnarástand í samfélaginu og Sjálfstæðisflokknum kennt um að hluta og ég held að hann hafi átt erfitt með einmitt að ná þessari viðspyrnu strax í upphafi. Ég hef stundum sagt það að ég held að Bjarni hafi aldrei almennilega notið sannmælis og mér er það til efs að nokkur stjórnmálamaður á Íslandi hafi lent í jafn miklum árásum og níði eins og Bjarni Benediktsson..“

Guðrún segir Bjarna hafa gert margt mjög gott fyrir flokkinn og þjóðina. „Svo geturðu örugglega tínt til einhver mál þar sem, eins og þú orðar það, honum hafi verið mislagðar hendur. En þannig er það nú bara í lífinu sjálfu. Ég er búin að vera í viðskiptalífinu alla ævi og maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Það eru viðbrögðin við þeim sem skipta máli og það er fyrst og síðast að reyna að læra af reynslunni, já, maður getur alltaf skipt um skoðun, og halda áfram. Og reyna þá að gera betur. Ég er á þeirri skoðun að ég held að sagan muni dæma Bjarna Benediktsson vel.“

En hvað með endurnýjun stjórnarsamstarfsins við Vinstri græna eftir kosningarnar 2021? Ertu á því að það hafi verið góð ákvörðun hjá flokknum?

„Ég held að það hafi verið mistök að endurnýja það umboð. Ég hef nú stundum sagt það að ef þú horfir á söguna, þá hefur það bara einu sinni gerst í pólitískri sögu á Íslandi að þriggja flokka stjórn hafi lifað af kjörtímabilið, og það var fyrra kjörtímabil Katrínar Jakobsdóttur.“

Sem var mjög sérstakt. Það var Covid og pólitíkin fór eiginlega út af borðinu.

„Og þess vegna held ég að hún hafi lifað, vegna þess að embættismenn fóru að stýra landinu, embættismenn sem nú sitja á þingi og eru jafnvel orðnir ráðherrar fóru að stýra landinu. Ég held að það hafi verið hluti af því að þessi ríkisstjórn lifði af. Að framlengja líftíma hennar – það er svo auðvelt að sitja hér núna og segja að það hafi verið mistök en ég held að það hafi reynst öllum þessum stjórnarflokkum erfitt …“

Þeir fengu allir á baukinn í síðustu kosningum.

„Fengi allir á baukinn í síðustu kosningum. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi og eru að berjast fyrir lífi sínu. Framsóknarflokkurinn tapar níu þingsætum og við töpum tveimur, þremur ef við teljum Birgi Þórarinsson með. Það voru allir þessir flokkar rassskelltir og þá er hægt að sitja hér núna og segja, heyrðu, þetta voru mistök.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi

Steinunn Ólína skrifar: Ekki vera undirsáti – vertu skapandi þátttakandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa

Orðið á götunni: Hönnuð atburðarás og einkennileg framkoma Gylfa
Hide picture