Það hefur vakið nokkra athygli hversu langt og gott spjall Pep Guardiola stjóri Manchester og Mo Salah leikmaður Liverpool áttu á sunnudag.
Salah var allt í öllu í sannfærandi sigri Liverpool á Ethiad vellinum.
Samningur Salah við Liverpool er á enda í sumar og velta nú margir því fyrir sér hvort Guardiola vilji kanna þann möguleika og hafi rætt við Salah þarna um þann möguleika.
Spjall þeirra eftir leik undir stúkunni hefur að minnsta vakið athygli þar sem mjög fór á vel með þeim.
Myndband var tekið af spjallinu þeirra sem má sjá hér að neðan.
Pep Guardiola, don't do bad things.
— MO'MEN (@GoatMo_) February 24, 2025