Josh Thompson er sagður vera maðurinn með eyrun og augun á æfingasvæði og skrifstofu Manchester United. Hann er sagður gefa ráð um það hverja eigi að reka.
Búið er að reka 200 starfsmenn af skrifstofu félagsins og á næstu dögum munu 150-200 aðilar missa vinnuna sína.
Thompson er starfsmaður Ineos fyrirtækis í eigu Sir Jim Ratcliffe en ensk blöð fjalla um hlutverk hans í dag.
Telegraph segir að fólk sé farið að horfa á Thompson sem njósnara á vegum Ratcliffe, hann fylgist með öllu sem gerist.
Segir í frétt Telegraph að fólk sé farið að passa sig á því að ræða við Thompson og segja honum eitthvað sem gæti skipt máli.
Ratcliffe og hans fólk er að taka hressilega til í rekstri félagsins, hefur það vakið mikla athygli.