fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Miðflokksmenn hrifnastir af yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi – Langflestir Íslendingar á móti

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 12:30

Trump vill Grænland en Íslendingar eru ekki hrifnir af því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti Íslendinga er andvígur því að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Miðflokksmenn eru jákvæðastir gagnvart hugmyndinni.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup. Spurt var hvernig svarendum litist á það að Grænland yrði hluti af Bandaríkjunum. En að undanförnu hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti lýst því yfir að hann vilji að Bandaríkin yfirtaki Grænland og hefur ekki útilokað að beita hervaldi til að svo verði. Hefur þetta skapað mjög mikið róstur innan NATO enda hafa Bandaríkin og Danmörk hingað til verið bandamenn.

Langflestum svarendum líst illa á að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum, eða 86,4 prósent. Þar af líst 80,2 prósentum mjög illa á hugmyndina.

8,2 prósent svöruðu hvorki né en aðeins 5,4 prósentum líst vel á hugmyndina. Þar af 1,3 prósent mjög vel.

Mikill munur eftir stjórnmálaskoðunum

Nokkur munur var á afstöðu þegar svörin voru greind eftir stjórnmálaskoðunum. Miðflokksmenn eru hrifnastir af hugmyndinni. 16 prósent þeirra styðja hana en 65 prósent eru á móti. Ekki langt á eftir eru Sjálfstæðismenn. Einnig eru 16 prósent Sjálfstæðismanna hrifnir af hugmynd Trump um yfirtöku á Grænlandi en 73 prósent Sjálfstæðismanna eru á móti.

6 prósent Framsóknarmanna eru hrifnir af yfirtöku Grænlands, 4 prósent kjósenda Flokks fólksins og 3 prósent Viðreisnarfólks.

Stuðningur við hugmyndina mældist ekki hjá neinum kjósendum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata eða Sósíalistaflokks. Öllum svarendum Vinstri grænna lýst mjög illa á hugmyndina.

Ungir karlar hrifnastir af yfirtöku Grænlands

Þegar svörin voru greind niður eftir öðrum breytum sést að karlmenn eru hrifnari af hugmyndinni um yfirtöku Grænlands en konur, einkum yngri karlmenn.

9 prósent karla styðja yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, þar af 12 prósent karla á aldrinum 18 til 34 ára og 11 prósent karla á aldrinum 35 til 54 ára. Aðeins 1 prósent kvenna styðja hugmyndina og engin kona á aldrinum 35 til 54 ára.

Þá nýtur hugmyndin mun meiri stuðnings utan Reykjavíkur en í höfuðborginni. 3 prósent Reykvíkinga styðja hugmyndina en 7 prósent landsbyggðarfólks og íbúa í kraganum svokallaða, nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur.

Ógn frekar en tækifæri

Gallup spurði einnig hvort að áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi og norðurslóðum sé tækifæri eða ógn fyrir Ísland. Svörin voru einnig afgerandi en þó ekki jafn afgerandi og við fyrri spurningunni.

73,8 prósent telja áhuga Trump vera ógn við Ísland, þar af 37,5 prósent mikla ógn. 12 prósent telja hann fela í sér tækifæri, þar af 4,2 prósent mikil tækifæri. 14,2 prósent svöruðu hvorki né.

Líkt og við fyrri spurningunni voru það einkum Miðflokksmenn og Sjálfstæðismenn sem svöruðu jákvætt. 32 prósent Miðflokksmanna telja tækifæri felast í áhuga Trump á Grænlandi og norðurslóðum sem og 30 prósent Sjálfstæðismanna.

Könnunin var netkönnun gerð dagana 7. til 17. febrúar. Úrtakið var 1.717 og svarhlutfallið 49,2 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300

Frakkar slegnir vegna réttarhalda yfir lækni sem var hroðalegur barnaníðingur – Ætluð fórnarlömb um 300
Fréttir
Í gær

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar