Ian Wright fyrrum framherji Arsenal óttast það að þrír lykilmenn Arsenal fari í það að láta samninga sína renna út ef félagið fer ekki á markaðinn í sumar og versli inn.
Wright telur að Gabriel, Bukayo Saka og William Saliba gæti allir farið í þetta en þeir munu í sumar eiga tvö ár eftir af samningum.
„Þegar þú ert að ræða um einstaka leikmenn þá getum við nefnt Saka, Gabriel og Saliba. Þeir gætu farið, það gæti verið erfitt að framlengja,“ sagði Wright.
„Við gætum lent í sömu stöðu og Liverpool er núna í með Trent, Salah og Virgil.“
Liverpool gæti lent í því í sumar að Trent Alexandern-Arnold, Mo Salah og Virgil van Dijk fari frítt en samningar þeirra renna þá út.
„Ef þeirra fólk segir þeim að bíða og sjá hvað félagið gerir í sumar þá er hægt að skilja það. Þeir vilja kannski sjá hvaða leikmenn koma. Real Madrid myndi taka Saliba á morgun.“
„Af hverju ekki að bíða og sjá hvað félagið gerir í sumar, sjá hvort félagið kaupi úr efstu hilllu. Það er það sem fólkið á skrifstofunni þarf að hugsa út í.“
„Ég er viss um að Mikel hafi rætt við þá sem ráða, hann hefur metnað. Hann lætur þá vita að þessir leikmenn fari ef ekki verður keypt rétt inn.“