fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Fókus
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 09:29

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SAG-verðlaunin voru haldin hátíðlega um helgina og mættu stærstu kvikmynda- og sjónvarpsstjörnur bransans.

Allir voru glæsilegir en áhorfendur tóku eftir einu þema, það virtust margir hafa grennst síðastliðin ár. Fólk ræddi málin á samfélagsmiðlum og telja margir þyngdarstjórnunarlyf, eins og Ozempic, hafa tekið yfir Hollywood.

„Ozempic gæti verið sökudólgurinn. Meira að segja þegar grannar stjörnur eru búnar að grennast,“ sagði einn netverji.

Daily Mail vakti athygli á málinu og bar saman myndir af stjörnunum á SAG-verðlaunahátíðinni og eldri myndum og er óhætt að segja að það sé ágætis munur á mörgum. En hvort Ozempic eigi þar orsökina er ekki hægt að alhæfa þar sem það er fágætt að fólk gangist við að nota lyfið. Einnig geta legið aðrar ástæður að baki, eins og breyttur lífsstíll, veikindi eða eitthvað annað.

En leikkonan Kathy Bates hefur talað opinskátt um að hún missti 45 kíló á Ozempic.

Kathy Bates á SAG-verðlaunahátíðinni. Mynd/Getty Images

Útlit Brooke Shields, Demi Moore, Selena Gomez, Ariana Grande og Georgina Chapman vakti athygli og hefur verið á milli tannanna hjá netverjum. En eins og fyrr segir þá geta aðrir þættir spilað inn í þyngdartap þeirra, en orðum eins og Ozempic og Wegovy hefur verið kastað fram.

Selena Gomez um helgina.
Selena Gomez í maí í fyrra. Mynd/Getty
Demi Moore á SAG. Mynd/Getty
Demi Moore i lok árs 2023. Mynd/Getty
Nokkur ár á milli mynda. Sú hægri var tekin um helgina. Myndir/Getty
Hönnuðurinn og leikkonan Georgina Chapman um helgina. Mynd/Getty
Georgina fyrir nokkrum árum. Mynd/Getty
Sheryl Lee Ralph, þá og nú. Myndir/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“