Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Honum líður vel í Los Angeles og hefur verið að sýna vinum sínum hversu öflugur hann er í ísbaði.
Hann og vinir hans í LA stunda ísböð saman og virðist kuldinn fara illa í heimamenn á meðan Beggi fer léttilega með þetta. Hann birti nýlega myndband á Instagram þar sem hann skrifaði með: „Finnst ykkur þetta kalt? Á Íslandi köllum við þetta sumar.“
Í myndbandinu má sjá Begga Ólafs stinga sér á bólakaf í ísbaði á meðan aðrir viðstaddir horfa hissa á hann.
Horfðu á það hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð ekki myndbandið eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Beggi hefur áður sýnt að hann þoli ágætis kulda en þegar hann heimsótti Ísland í vetur skellti hann sér út að hjóla, en ekki eins og þið haldið.
View this post on Instagram