Þegar hún fór inn á Race Way bensínstöðina í Carrollton ætlaði hún að kaupa ákveðna tegund skafmiða. En þegar hún var komin út á bílastæði og skóf af miðanum, áttaði hún sig á að þetta var ekki skafmiði eins og hún ætlaði að kaupa, hún hafði ekki beðið um þessa tegund.
Hún játar að hafa verið pirruð í fyrstu þegar hún uppgötvaði mistökin en sá pirringur fauk út í veður og vind þegar hún sá að hún hafði unnið tvær milljónir dollara.
Líkurnar á að vinna þennan stóra vinning eru 1 á móti rúmlega 1,2 milljón.