fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Pressan

Stækkar typpið allt lífið? – Svarið er uppörvandi en um leið svolítið dapurlegt

Pressan
Laugardaginn 1. mars 2025 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stækkar typpið svo lengi sem eigandi þess er á lífi? Þetta er hugsun og mýta sem hefur verið á kreiki í búningsherbergjum karla  og á Internetinu árum saman. Tilhugsunin er auðvitað  spennandi, að aldurinn færi körlum ekki bara grá hár og visku, heldur einnig nokkra sentimetra auka. En hvað segja vísindin um þetta?

Góðu fréttirnar eru þær að typpi geta breyst með tímanum. En áður en þú sækir málbandið í skúffuna og hefur reglulegar mælingar, væntanlega í von um lengri getnaðarlim, þá er rétt að taka fram að typpi stækka ekki að eilífu.

En það verða ákveðnar breytingar með aldrinum. Á kynþroskaskeiðinu upplifa flestir mikinn vöxt og lengdin nær nánast hámarki við 18-21 árs aldur. Eftir það er þróunin næstum því í kyrrstöðu – að minnsta kosti hvað varðar lengdina.

En það eru líka góðar fréttir. Testósterón og blóðflæði gegna stóru hlutverki hvað varðar heilbrigði typpis og ef karlar hreyfa sig og lifa heilbrigðu lífi, þá geta þeir haldið typpinu sterku og virku langt fram á efri árin.

En nú koma svo síður góðar fréttir. Þrátt fyrir að typpi styttist ekki með aldrinum, þá geta þau virst minni með aldrinum. Af hverju? Jú, það eru þyngdaraflið og fita sem stýra því.

Fita safnast við kynfærin og það gerir að verkum að typpið virðist draga sig í hlé í einhverskonar híði.

Elastín og kollagen brotna niður og það hefur í för með sér að vefurinn í því missir stífleika.

Blóðflæðið getur minnkað en það getur haft áhrif á getuna til að ná sömu „stærð“ og áður.

En þetta þýðir ekki að allt sé glatað – regluleg hreyfing, hollt mataræði og virkur lífsstíll geta hjálpað til við að halda typpinu í toppformi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra