Meðal þess sem kettir hata mjög í fari fólks er:
Of mikið knús – Kettir eru ekki lifandi uppstoppuð dýr. Kötturinn þinn vill alveg örugglega fá knús og athygli frá þér en hann vill líka fá ró og næði. Þegar honum finnst nóg komið, getur hann upplifað þetta sem áreiti.
Há og skyndileg hljóð – Kettir eru ekki sérlega ánægðir þegar þú ert að ryksuga eða hækkar í tónlistinni. Þeir leita þá oft skjóls undir rúmi eða úti í horni. Kettir eru með mjög góða heyrn og hljóð fara því ekki fram hjá þeim.
Að halda á þeim gegn vilja þeirra – Þér dettur kannski í hug að halda á kettinum þínum án þess að hann noti handleggina þína. þetta líkar honum ekki vel. Hann leyfir þér að gera þetta í upphafi en í raun og veru hatar hann þetta. Þú skalt bíða eftir eftir að hann nuddi sér upp við þig til að biðja um að vera tekinn upp.
Að stara í augu hans – Þú horfir í auga kattarins og telur að með því sértu að senda hinum kærleiksskilaboð. En á kattamáli þýðir þetta „ég er þér æðri“. Honum getur því fundist þetta vera ögrun.