fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Pressan

Látinn laus eftir að hafa setið saklaus í fangelsi í 30 ár – Fagnaði „frelsis-föstudegi“

Pressan
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 22:00

Gordon Cordeiro fagnar frelsinu. Mynd:Kenneth Lawson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1994 var Gordon Cordeiro fundinn sekur um að hafa myrt Timothy Blaisdell á eyjunni Maui, sem er ein eyjanna í Hawaii eyjaklasanum. Hann neitaði ávallt að hafa verið að verki en var samt sem áður dæmdur í ævilangt fangelsi, án möguleika á náðun.

En í síðustu viku kvað Kirstin Hamman, dómari, upp þann dóm að hann skyldi látinn laus því ný DNA-sönnunargögn myndu þýða að hann yrði sýknaður ef réttað væri yfir honum á nýjan leik fyrir morðið.

Þegar réttað var yfir Cordeiro í fyrsta sinn 1994, klofnaði kviðdómurinn og aðeins einn kviðdómendanna vildi sakfella hann.

Þegar réttað var yfir honum á nýjan leik, var hann sakfelldur fyrir morð, rán og morðtilraun.

Nýlega tók Hawaii Innocence Project, sem vinnur að málum þeirra sem eru taldir hafa verið ranglega sakfelldir, mál hans upp á sína arma og færði rök fyrir því að hann skyldi látinn laus á grundvelli nýrra sönnunargagna, getuleysis verjanda hans og misferlis saksóknara.

Sky News segir að Andrew Martin, saksóknari í Maui, hafi ekki leynt vonbrigðum sínum með dóminn.

Kenneth Lawson, forstjóri Hawaii Innocence Project, var hins vegar ánægður og sagði að Cordeiro hafi grátið við dómsuppkvaðninguna og það hafi allt starfsfólk Hawaii Innocence Project einnig gert.

Það fyrsta sem Cordeiro sagði eftir dómsuppkvaðninguna var: „Ég vil fara og hitta mömmu.“

Ný rannsókn á sönnunargögnum, sem fundust á morðvettvanginum, útilokar að hann hafi verið þar því DNA, sem fannst þar, er ekki úr honum og það sama á við um önnur sönnunargögn, þau tengjast honum ekki.

DNA úr óþekktum aðila fannst í vösum gallabuxnanna sem Blaisdell var í þegar hann var myrtur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar