fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Pressan
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 04:05

Konurnar þrjár. Mynd:The Pavena Foundation for Women and Children

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun febrúar gengu þrjár taílenskar konur inn á fréttamannafund hjá samtökunum The Pavena Foundation for Women and Children. Þær voru í bláum samfestingum, með munnbindi og derhúfur til að leyna hverjar þær eru. Þær sögðu síðan sögu sína, sem líkist einna helst dystópískri kvikmynd.

Reuters segir að saga kvennanna hafi hafist þegar þær svöruðu auglýsingu á Facebook þar sem auglýst var eftir staðgöngumæðrum og var þeim heitið sem svarar til um 100.000 íslenskum krónum fyrir að taka slíkt að sér.

Þær fóru síðan til Georgíu með viðkomu í Dúbaí og Armeníu. En þegar til Georgíu var komið var þeim sagt að þær ættu ekki að vera staðgöngumæður eftir allt saman. Þess í stað átti að taka egg úr legi þeirra og átti vél að gera það. Engin deyfing var í boði.

Vegabréf og önnur skjöl voru tekin af konunum og þeim var hótað að þær yrðu handteknar ef þær sneru aftur heim til Taílands.

Sameinuðu þjóðirnar segja að mansal sé það svið innan skipulagðrar glæpastarfsemi sem vex hraðast. 2021 var talið að 50 milljónir manna væru í því sem má skilgreina sem þrælahald.

Ein kvennanna sagði að henni hefði tekist að sleppa og gera samtökunum The Pavena Foundation for Women and Children viðvart. Samtökin björguðu þá hinum konunum tveimur úr ánauðinni en samtökin telja að enn sé um 100 konum haldið föngnum í Georgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Í gær

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum