fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun

Pressan
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 04:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmum fjórum árum var 21 árs suðurafrískur karlmaður handtekinn eftir að 11 ára nágranni hans sagði að hann hefði ráðist á hana og nauðgað henni með því að setja getnaðarliminn inn í hana. Maðurinn var settur í fangelsi og dvaldi þar við illan aðbúnað þar til málið var tekið fyrir hjá dómstól.

Þegar málið var tekið fyrir hjá dómstólnum kom faðir hans að máli við lögreglumanninn, sem stýrði rannsókninni, og sýndi honum læknaskýrslur sonarins sem sönnuðu að níu árum áður, þegar hann var 12 ára, var honum rænt og eyra, getnaðarlimurinn og eistun skorin af honum. Hann var því með öllu ófær um að nauðga með getnaðarlim sínum.

En lögreglumaðurinn hélt þessum upplýsingum frá saksóknara málsins og ungi maðurinn dvaldi næstu 54 daga við hryllilegar aðstæður í illræmdu fangelsi.

Það var ekki fyrr en föður hans tókst að koma læknaskýrslunum til saksóknara sem eitthvað gerðist og málið var látið niður falla.

Mirror segir að nýlega hafi manninum verið dæmdar sem svarar til rúmlega sex milljóna íslenskra króna í bætur fyrir ólögmæta handtöku og varðhald.

Fyrir dómi kom að glæpagengi hafi rænt manninum þegar hann var 12 ára og fjarlægt kynfæri hans. Þetta glæpagengi sérhæfir sig í níðingsverkum af þessu tagi og selur galdrakörlum líffærin en þau nota þeir við svartagaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Í gær

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum