Þjálfarinn Guðríður Erla Torfadóttir, Gurrý, hefur sett íbúð sína við Jöklasel í Reykjavík á sölu.
Íbúðin er 72 fermetrar á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1982. Ásett verð er 59,9 milljónir.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu í einu rými, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Úr stofunni er útgengt á suðaustursvalir.
Frekari upplýsingar um eignina má finna hér.