Manchester United hefur staðfest að um 150 til 200 einstaklingum sem starfa utan vallar hjá félaginu verði sagt upp á næstu dögum.
Þetta kemur ofan á þær 200 uppsagnir sem Sir Jim Ratcliffe réðst í fyrir áramót.
Sagt er að með þessu sé verið að reyna að koma jafnvægi á reksturinn en félagið hefur verið rekið með tapi síðustu fimm ár.
Ratcliffe er að taka til á öllum sviðum og segir að svona aðgerðir séu gerðar til þess að reyna að bæta karla og kvennalið félagsins.
Félagið ætli sér að taka til á öllum sviðum til að reyna að byggja upp árangurinn innan vallar sem hefur verið af skornum skammti síðustu ár.
🚨 OFFICIAL: Manchester United have announced more job cuts.
“Manchester United is to transform its corporate structure as part of a series of additional measures to improve the club’s financial sustainability and enhance operational efficiency.
The transformation plan aims to… pic.twitter.com/XDw8u1JeRc
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 24, 2025