Samkvæmt fréttum dagsins er það orðið ansi líklegt að Inter Miami muni ganga frá samningi við Paul Pogba.
Pogba má byrja að spila fótbolta aftur í næsta mánuði eftir fjórtán mánaða bann frá leiknum.
Pogba féll á lyfjaprófi þegar hann var leikmaður Juventus en ítalska félagið rifti samningi hans.
Pogba var mættur á leik Inter Miami um helgina og hefur það ýtt undir sögusagnir þess efnis að hann semji við félagið.
David Beckham er eigandi og stjórnandi Inter Miami en þar leika Lionel Messi og fleiri goðsagnir með liðinu.