Enzo Maresca stjóri Chelsea hefur ekki áhyggjur af stöðunni á Cole Palmer þrátt fyrir að hann hafi misst flugið síðustu vikur.
Chelsea hefur spilað illa undanfarnar vikur og Palmer hefur misst taktinn.
Þessi enski landsliðsmaður hafði verið í frábæru formi framan af tímabili en stjórinn hefur ekki neinar áhyggjur.
„Ég hef ekki áhyggjur af Cole Palmer oog frammistöðum hans,“ sagði Maresca.
„Í gegnum tímabilið geta komið erfiðir tímar, við treystum á Cole í öllu sem við gerum. Við verðum að treysta betur á liðið, við höfum ekki áhyggjur af honum.“