Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA byrjar alla daga mjög snemma en á samfélagsmiðlum ÍA fer hann í gegnum dag í lífi sínu.
Þessi fyrrum knattspyrnumaður byrjar alla daga snemma og þá sérstaklega fimmtudaga þar sem hann vaknar um miðja nótt.
Í þrígang yfir daginn fer hann út að labba með hundinn en þess á milli er hann í aðstöðu ÍA að þjálfa menn.
Dean kom til Íslands árið 1995 en hann er fæddur og uppalinn á Englandi.
Hann hefur nánast allar götur síðan verið hér á landi, fyrst sem leikmaður en svo sem þjálfari og styrktarþjálfari.
Dagur í lífi Dean Martin er hér að neðan.