fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Ein þekktasta fjölmiðlakona landsins móðgaðist yfir myndatexta – „Þetta var bullandi hól“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Stefánsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri og fyrrum fréttamaður og dagskrárstjóri á RÚV var fundarstjóri á málþingi sem haldið var á Jafnréttisdögum Háskólanna þann 13. febrúar: Hatursorðræða: Þróun og áskoranir á tímum gervigreindar, samfélagsmiðla og upplýsingaóreiðu.

Í grein sem Sigrún skrifar á Lifðu núna segir hún að hún hafi sagt gestum málþingsins að afar hennar og ömmur, og jafnvel foredlrar hennar hefðu ekki fengið mikið út úr þessari yfirskrift. 

„Þau hefðu ekki skilið orðin hatursorðræða, gervigreind, samfélagsmiðill né upplýsingaóreiða. Og þá er lítið eftir annað en smáorð og orðin þróun, áskorun og tími. Ef við hefðum bætt orðinu netöryggi á listann hefði pabbi sennilega talið sig skilja það og tengt það strandveiðum og möskvastærð.“ 

Daginn eftir málþingið opnaði Sigrún samfélagsmiðla og sá hópmynd sem tekin var af henni með þeim sem að málþinginu stóðu. Segist hún hafa hváð yfir myndatextanum.

„Þar stóð meðal annars að þarna væru frábærir fyrirlesarar á ferð, sem þeir voru, og nöfn þeirra tíunduð. Svo kom rúsinan í pylsuendanum. Fjölmiðlageitin Sigrún Stefánsdóttir! Ég fann hvernig ég varð eldrauð í kinnum og hjartað missti slag eða tvö. Fjölmiðlageit! Er það þakklætið fyrir launalaust framlag við framkvæmd málþingsins.“ 

Segist Sigrún hafa móðgast og lofað að taka ekki að sér annað eins launalaust verkefni aftur.

„Mér er ekki illa við geitur. Ég er mjög fegin að það er verið að vinna að því að bjarga þeim frá útrýmingu hér á landi. Mér þykir geitaostur góður og geitakjöt er ekki sem verst. En að vera líkt við geit. Það líkaði mér ekki.  Ég sýndi manninum mínum ekki myndina og reyndi að gleyma þessari móðgun. Ég lofaði sjálfri mér að segja nei næst þegar ég yrði beðin um svona hlutverk.“

Skýringuna á geitinni fékk Sigrún nokkrum dögum seinna við kennslu hjá fjölmiðlafræðinemum við Háskólann á Akureyri, þegar hópurinn fór að tala um málfar og hvað sé að gerast með íslenskuna. 

„Í tengslum við það var dregin fram gömul fréttaskýring sem Haukur Hólm hafði gert fyrir Rúv. Þar kom hann með fjölmörg slanguryrði m.a. riz og ora og fleira og fleira. Hann gekk um Útvarpshúsið og sló m.a. á öxlina á Boga Ágústssyni og sagði „Hann er geit“. Ég hrekk við og spyr hvað sé átt við með því. Unga fólkinu fannst lærimóðirin afar gamaldags. Jú GEIT er þýðing á orðinu GOAT sem er skammstöfun og stendur fyrir Greatest Of All Times. Sem sagt – þetta var bullandi hól. Ég skammaðist mín fyrir fáfræðina en líður betur með málþingið og umræddan myndatexta.“

Sigrún segir atvikið áhugavert og þarfa áminningu um hversu hratt tungumálið breytist. 

„Eitt er víst  að ef svo ólíklega vill til að ég hitti Helga magra landnámsmann, á gangi á Brekkunni mun ég sleppa því að kalla hann geit, jafnvel þó að mér finnist hann svalur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“
Fréttir
Í gær

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“

Mikil sorg eftir umfangsmikil skemmdarverk á liðsrútu Aftureldingar – „Það er óskiljanlegt að þannig fólk sé til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar

Ógnandi maður henti stól í starfsmann geðdeildar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening