Í spænskum miðlum í dag eru sögusagnir á kreiki um að Manchester United muni reyna við tvo leikmenn Lille, þá Angel Gomes og Jonathan David.
Báðir eru að verða samningslausir í sumar og þykir fátt benda til þess að þeir skrifi undir nýjan samning. Verða þeir því fáanlegir frítt.
United hyggst nýta sér það. Félagið er í leit að framherja og er David með 20 mörk fyrir Lille í öllum keppnum á þessari leiktíð.
Gomes er enskur miðjumaður sem var í herbúðum United á yngri árum. Hann er þó ekki í stóru hlutverki hjá Lille.
Þess má geta að báðir spila þeir með Skagamanninum Hákoni Arnari Haraldssyni sem hefur verið að gera það gott með franska liðinu.