Mesut Özil fyrrum miðjumaður Arsenal, Real Madrid fleiri liða hefur tekið að sér nýtt starf sem vekur nokkuð mikla athygli.
Özil á ættir að rekja til Tyrklands og er búsettur þar, hann er nú farin að starfa fyrir forseta landsins, Erdogan.
Özil er einn af 39 aðilum sem var ráðinn til starfa í framkvæmdarstjórn landsins en sú stjórn fer með ákvörðunarvald ásamt forsetanum.
Þessi fyrrum magnaði knattspyrnumaður er ósáttur með heimaland sitt. „Ég er Þjóðverji þegar við vinnum en innflytjandi þegar við töpum,“ sagði Özil eitt sinn.
Erdogan var svaramaður í brúðkaupi Özil og hefur myndast mikill vinskapur þeirra á meðal.