Mohamed Salah elskar greinilega að spila á sunnudögum, eins og skemmtilegur tölfræðimoli OptaJoe segir til um.
Salah skoraði enn á ný fyrir Liverpool í gær er liðið vann 0-2 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er nú komið með 11 stiga forskot á toppi deildarinnar og var þetta 27. mark Salah, sem einnig hefur lagt upp 15.
Þá var þetta 11. leikurinn í röð sem Salah skorar fyrir Liverpool á sunnudegi. Það hefur aldrei gerst að leikmaður skori svo mörg mörk í röð í ensku úrvalsdeildinni á einum vikudegi.
Þó Salah sé að eiga eitt sitt allra besta tímabil til þessa á Anfield er framtíð hans mjög óljós. Hann verður samningslaus í sumar og má fara frítt ef ekki verður af því að hann skrifi undir fyrir þann tíma.
11 – Mohamed Salah has scored in each of his last 11 Premier League appearances in Sunday matches, the longest scoring run by a player on any day of the week in Premier League history. Best. pic.twitter.com/htJK8zQM9U
— OptaJoe (@OptaJoe) February 23, 2025