Sóknarmaðurinn Vitor Roque virðist á leið aftur til Brasilíu eftir að hafa ekki tekist að standast væntingar í Evrópuboltanum.
Hinn 19 ára gamli Roque gekk í raðir Barcelona fyrir ári síðan en stóðst ekki væntingarnar þar. Var hann því lánaður til Real Betis þar sem hann hefur ekki gert það heldur.
Nú segja fréttir á Spáni að Börsungar séu nálægt því að selja Roque til Palmeiras í heimalandi hans, Brasilíu.
Glugginn í Brasilíu er opinn þar til á föstudag og er talið að Palmeiras greiði um 20 milljónir punda fyrir Roque, gangi þau í gegn.
Það er þó ljóst að fyrst þarf Real Betis að samþykkja það að rifta lánssamningi Roque, sem hefur komið við sögu í yfir 30 leikjum á tímabilinu.