Nágrannarnir og erkifjendurnir Arsenal og Tottenham hafa bæði augastað á brasilíska miðjumanninum Breno Bidon hjá stórliði Corinthians þar í landi.
Þetta kemur fram í brasilískum miðlum og enn fremur segir þar að Arsenal hafi þegar sett sig í samband við Corinthians vegna Bidon.
Tottenham mun þó veita þeim samkeppni um þennan tvítuga leikmann samkvæmt fréttum.
Bidon, sem er U20 ára landsliðsmaður Brasilíu, er samningsbundinn Corinthians til 2029.