Hún sagðist vera sérstaklega stolt af framkomu hans á bak við tjöldin.
„Þjóðin sá hvað Stefán Jakobsson gerði á sviði og algjörlega rústaði þar með kraftmiklum söng og fagmennsku,“ skrifaði Kristín á Facebook og birti nokkrar fallegar myndir.
„Mig langar aðeins að tala um hvað ég sá bak við tjöldin því það er eitthvað sem gerir mig hvað stoltasta af honum.
Ég hef oft talað um hvað hann Stefán minn er góður við fólk og í þessari keppni hefur það skinið svo skært. Hann gaf sér góðan tíma til að hughreysta hæfileikaríku stúlkurnar þær Biu og Birgo sem duttu úr keppni á fyrra undanúrslitakvöldinu. Af einlægni peppaði hann þær báðar með hughreystandi orðum til framtíðar, hafandi verið í þeirra sporum fyrir mörgum árum síðan.
„Þegar úrslitin voru tilkynnt að hann komast áfram í úrslit við vorum á leiðinni upp á svið var lítill strákur, svona 8 ára gamall, sem fyrr um kvöldið hafði beðið Stefán um plakat og var svo búin að vera duglegur að hvetja Stefán allt kvöldið. Á leiðinni upp á svið til að fagna stoppaði hann Stefán hjá honum alveg sérstaklega og sagði við hann: „Takk, þetta er sko þér að þakka.“
Ég get haldið áfram að telja upp allskonar.“
Kristín segist þakklát fyrir að eiga hann að. „Hann hefur verið svo hvetjandi og góður við fólk í þessu ferli þannig að eftir því er tekið, eitthvað sem ég er svo lánsöm að sjá og finna alla daga,“ segir hún.
Þrátt fyrir allt álagið sem fylgir því að keppa fyrir framan alþjóð, keppni sem allir dæma og hafa skoðun á þá skein Stefán ekki síður skært utan sviðs sem góði maðurinn sem ég á og elska. Hann gefur sér alltaf tíma fyrir fólk, kærleiksríkt og stórt hjarta. Ég er stolt af honum.“