Patrik kom fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar ásamt kynnum kvöldsins og ástsæla söngvaranum Herbert Guðmundssyni. Söngvakeppnin var í beinni útsendingu og var merkt þannig uppi í hægra horni, eins og venjan er, hins vegar voru greinilega einhver atriði tekin upp fyrir stóra kvöldið.
Benjamín var á Akureyri um helgina ásamt Patrik og birti myndband af súkkulaðidrengnum horfa á eigin flutning í beinni .
„Djöfull er ég að negla þetta,“ sagði Patrik í myndbandinu, sem hefur fengið yfir 50 þúsundir áhorfa.
@serabjossi @RÚV – fréttir ♬ original sound – Séra Bjössi
Patrik virtist ekki vera skemmt að Benjamín hafi birt myndbandið. „Eyddu þessu ógeðið þitt,“ skrifaði hann.
Netverjar voru frekar hissa á viðbrögðum Patriks, sem skrifaði þó ekkert meira og Benjamín hefur ekki enn eytt myndbandinu.
Það var þó ekkert hernaðarleyndarmál að Patrik var fyrir norðan um helgina en hann birti sjálfur nokkrar færslur í Story á Instagram frá Akureyri. Svo má ekki gleyma áhorfendum í sal sem sáu engan Patrik né Herbert uppi á sviði.