fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Einar svaraði fyrir sig eftir að Össur lét hann heyra það

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, svaraði fyrir sig þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, lét hann fá það óþvegið á Facebook-síðu sinni í gær.

Eins og kunnugt er var nýr meirihluti í borginni kynntur síðastliðinn föstudag eftir að Einar Þorsteinsson sprengdi meirihlutasamstarfið á dögunum. Heiða Björg Hilmisdóttir úr Samfylkingu er nýr borgarstjóri og sagðist Össur óska henni alls hins besta í nýju hlutverki. Hann gagnrýndi svo viðbrögð Einars eftir að málefnasáttmáli nýs meirihluta var kynntur á föstudag.

„Ólík voru viðbrögð fráfarandi borgarstjóra og Þórdísar Lóu, oddvita Viðreisnar. Fýlan lak í lítratali af Einari, sem hafði ekkert nema bölbænir fram að færa til handa nýjum meirihluta, sem spratt úr engu vegna fádæma klúðurs Einars. Hann einfaldleg plottaði yfir sig, svo vísað sé í besta álitsgjafann, Eirík Bergmann, Kólumbíufara. Enn skilur ekki nokkur maður hvers vegna Einar gafst upp í miðri á. Á meðan sýndi Þórdís Lóa að hún er stórra sanda og sæva, hrósaði Heiðu Björgu fyrir mannkosti og óskaði nýjum meirihluta velfarnaðar. Svona tala alvörustjórnmálamenn,” sagði Össur.

Einar mætti sjálfur í athugasemdakerfið hjá Össuri og sagði hann eitthvað hafa misskilið.

„Sæll Össur. Eitthvað hefur þú nú farið á mis. Ég óskaði Heiðu til hamingju og nýjum meirihluta sannarlega velfarnaðar.“

Þess má geta að Einar tjáði sig í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag þar sem hann var meðal annars spurður að því hvernig honum litist á hinn nýja meirihluta. Þó Einar hafi óskað meirihlutanum góðs gengis gaf hann málefnasamningnum ekki háa einkunn.

„Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta. Traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka, en gott og vel. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð, Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ sagði Einar og vísaði í stefnumál um nýja 10 þúsund manna byggð í Úlfarsárdal.

Hann hélt svo áfram:

„Þessi málefnasáttmála hann eiginlega sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ sagði hann áður en hann var spurður að því hvernig hvort hann teldi að Heiða Björg muni standa sig ágætlega sem borgarstjóri.

„Ég vona það og ég óska þeim innilega góðs gengis. Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að reyna að ná saman um einhver svona markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en að þjóna borgarbúum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
Fréttir
Í gær

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
Fréttir
Í gær

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara

Aukin hætta á eldgosi: Reikna með mjög stuttum fyrirvara