fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Hilmar Þór segir Trump þann eina sem geti bundið enda á stríðið í Úkraínu – Þetta er ástæðan

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. febrúar 2025 11:00

Hilmar Þór Hilmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir aðilar sem skipta máli í þessu tafli eru Bandaríkin, Rússland og Úkraína. Evrópusambandið að mínum dómi skiptir engu máli, þeir hafa engar lausnir á þessu og tala út og suður. Evrópusambandið sem efnahagslegt stórveldi, þeir eru álíka stórt hagkerfi eins og Bandaríkin, en þetta eru bara svo sundruð öfl,“

segir Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri sem er nýjasti gestur í Spjallinu með Frosta Logasyni.

Hilmar Þór segir engan leiðtoga í Evrópusambandinu. „Þeir hafa hvorki vopnin eða mannaflann, þeir eru hræddir um að Pútín ætli að leggja sig undir alla Evrópu.“

Segir hann óraunhæft að það gerist, en danska leyniþjónustan gaf nýlega út skýrslu um að Pútín myndi eftir nokkur ár hefja stórstríð í Evrópu og leggja hana undir sig.

Donald Trump er að mati Hilmars Þórs eini leiðtoginn sem hafi um eitthvað að semja við Pútín Rússlandsforseta og segir hann ríkisstjórn Bandaríkjanna vera búna að átta sig á því að nú er ekkert annað hægt að gera en að ljúka stríðinu til að lágmarka þann skaða sem orðinn er.

„Mér finnst þetta voðalega skrítið, sá sem er leiðtoginn í þessu er Trump, hann er með vopnin og hann er með hermennina. Evrópa er undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna, hún er undir öryggisregnhlíf Trump þó þeim líði illa undir henni eins og hún er orðin núna.

Það sem þarf að gera núna er að semja frið og reyna að lágmarka tjónið fyrir Úkraínu eins mikið og hægt er og sýna samstöðu í því. Ég sé enga ástæðu á meðan verið er að semja að Evrópuleiðtogar séu að fara þarna. Það þarf að ljúka þessu, og ég held að Bandaríkjamenn viti betur en nokkrir aðrir hvað er að gerast á vígvellinum þarna. Og ég held að ástæðan fyrir því að þeir vilji slökkva á þessu núna er það að þeir meta það þannig að ef þessu er haldið áfram þá verður staðan bara miklu verri.“

Telur Hilmar að þannig muni Úkraína tapa Odessa sem er aðalhafnarborg landsins, auk Kharkiv sem er fyrrum höfuðborg landsins.

„Þeir vilja bara ljúka þessu áður en það gerist og Trump gæti notað þá vigt sem hann hefur gagnvart Rússlandi af því ef þið viljið góð samskipti við Bandaríkin þá verðið þið að sýna einhverjar tilslakanir svo við getum lokið þessu svo við séum ekki að missa andlitið.“

Telur Hilmar Þór Pútín tilbúinn að gera einhverjar tilslakanir við Bandaríkjamenn sem hann væri ekki tilbúinn að gera við Evrópusambandið og ekki við Zelenskyy
„Eins og að láta eitthvað af fjórum héruðunum, að Úkraína haldi meira af sínum auðlindum og jafnvel að kosið verði um eitthvað af þessu. Það er hægt að gera margt í þessu. Svo er spurningin hvaða öryggistryggingu Úkraína er að fá, það er eitthvað sem er mjög erfitt að átta sig á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah elskar sunnudaga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening

Heitir þú Jóhann, Kristófer eða Guðrún? Þá gætir þú átt inni pening
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera

Þetta ætlar nýr meirihluti í borginni að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út

Tillögunni hafnað og kennarar um allt land ganga út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“

Þóra Kristín kemur Þorgrími til varnar og gagnrýnir Huldu – „Kona sem kallar karlmann sem tjáir sig um börn ómenntaða risaeðlu“