Indverskur maður, hinn þrítugi Abhishek MR, fékk sig fullsaddan af þessu og höfðaði mál gegn kvikmyndahúsakeðjunni PVR INOX í desember 2023 fyrir að „sóa“ 25 mínútum af tíma hans með því að sýna langar auglýsingar um væntanlegar kvikmyndir áður en myndin, sem hann var kominn til að sjá, byrjaði.
Hann lagði kæruna fram fyrir neytendarétti í Bangalore og sagðist hafa keypt þrjá miða á Bollywood mynd sem átti að sýna klukkan 16.05. En vegna auglýsinga hófst sýning myndarinnar ekki fyrr en 16.30. hann sagðist hafa átt að mæta aftur í vinnuna eftir að sýningu myndarinnar lyki klukkan 18.30.
Hann sagði að þetta hafi valdið honum „andlegum kvíða“ og hafi „sóað tæplega 30 mínútum af tíma hans“ og krafðist bóta.
Dómstóllinn féllst á kröfu hans og dæmdi PVR INOX til að greiða sem svarar til um 160.000 þúsund krónum í sekt og til að greiða Abhishek MR sem svarar til um 100.000 krónum í bætur.
„Á þessum tímum er tími talinn jafngilda peningum, tími allra er mjög verðmætur og enginn hefur rétt til að hagnast á tíma annarra og peningum,“ sagði í dómsorði að sögn The Independent.