Lungnalæknirinn og áhrifavaldurinn Neena Chandrasekaran segir í myndbandi á TikTok að matartegund ein sé vel til þess fallin að draga úr hættunni á að timburmenn komi í heimsókn daginn eftir áfengisdrykkju.
„Ef þú ætlar að drekka áfengi, þá getur ostneysla dregið úr líkunum á timburmönnum,“ sagði hún í myndbandi sem hún birti nýlega á TikTok.
Hún segir að þar sem ostur sé prótínríku, feitur og innihaldi flókin kolvetni, sem hjálpa til við að „fóðra“ magann, þá dragi hann úr upptöku alkóhóls í líkamann. Osturinn hjálpar líkamanum einnig við að brjóta alkóhólið niður og vernda lifrina gegn tjóni.
En osturinn gerir meira en bara vernda lifrina, því hann inniheldur einnig kalsíum og B-vítamín sem hjálpa til við að byggja upp þau næringarefni sem alkóhólið gengur nærri. Hún sagði að kalsíumið styrki starfsemi tauganna og vöðvanna en B-vítamínin séu nauðsynleg fyrir orku og efnaskiptin.
En hún benti einnig á að betra sé að drekka ekki áfengi en að drekka það.