Það er kannski bara ansi góð hugmynd miðað við niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þær sýna að „kynlífsdagar“ geta verið góð hugmynd til að auka vellíðan starfsfólks og framleiðni.
Lækna- og lyfsalaþjónustan ZipHealth spurði 800 almenna starfsmenn og 200 yfirmenn í bandarískum fyrirtækjum um afstöðu þeirra til svokallaðra „kynlífsdaga“ en það eru frídagar þar sem fólk getur lagt áherslu á nánd og kynferðislegt heilbrigði. Rúmlega þrír af hverjum fimm aðspurðum sögðust hlynntir þessari hugmynd, óháð því hvort fólk fengi laun þennan dag eður ei.
Helmingur aðspurðra sagðist telja sig skila meiri framleiðni eftir að hafa tekið „kynlífsdag“.