Sky News segir að lögreglan sé nú að rannsaka málið en ekki er vitað hver eða hverjir settu þá á legsteinana né hver tilgangurinn með þessu er.
Miðarnir voru settir á bæði nýja og gamla legsteina. Ef kóðinn er skannaður, koma upplýsingar um þann sem hvílir í viðkomandi gröf og staðsetning legstæðisins í kirkjugarðinum.
Talsmaður lögreglunnar sagði að hún hafi ekki séð neitt mynstur í þessu enn sem komið er. Miðar hafi verið settir á gamla legsteina, úr steini, og nýja úr viði.