Metro segir að félagsmálayfirvöld hafi beðið lögregluna um að kanna með ástand mæðginanna og hafi lögreglumenn farið að heimili þeirra og fundið þau látin eftir að þeir brutu sér leið inn.
Lögreglan segir ekki sé talið að andlát þeirra hafi borið að með saknæmum hætti. Sonurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum og móðir hans hafi síðan soltið í hel.
Sonurinn var skráður umsjónarmaður móður sinnar. Ekki er vitað hvort hann glímdi við einhver heilsufarsvandamál.