fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Pressan
Mánudaginn 24. febrúar 2025 04:05

Baba Vanga hefur verið kölluð Nostradamus Balkan-landanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin blinda búlgarska spákona Baba Vanga setti marga spádóma fram og hafa margir þeirra ræst að mati margra. Hún er sögð hafa sett fram ansi nöturlega spá um Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og Evrópu fyrir yfirstandandi ár.

Baba Vanga lést 1996, 85 ára að aldri, en er langt frá því að vera gleymd því margir trúa á spádómshæfileika hennar og reyna að lesa í spádómana og tengja þá við atburði líðandi stundar.

Hún er sögð hafa spáð fyrir um dauða Díönu prinsessu, hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001 og hinn vaxandi loftslagsvanda okkar jarðarbúa.

Mirror segir að spádómar hennar varðandi spennuna á milli Vesturlanda og Rússlands séu ansi nöturlegir, svo ekki sé meira sagt.

Vang spáði því að Pútín verði „leiðtogi heimsins“. Samkvæmt spádómi hennar, þá hefst stríð á austurhluta jarðarinnar nú í vor og verður það þriðja heimsstyrjöldin. „Þetta stríð mun eyða Vesturlöndum,“ sagði hún og bætti við að Pútín verði „leiðtogi heimsins“ og að Evrópa verði auðn. En hún sagði jafnframt að Rússland muni ekki aðeins lifa þetta stríð af, sem og stríðið við Úkraínu, heldur muni Rússar „ráða heiminum“ að því loknu.

Það þarf auðvitað að taka þessum spádómi hennar með fyrirvara og rétt er að hafa í huga að spádómar af þessu tagi eru oft ansi óljósir í framsetningu og misjafnt hvernig „sérfræðingar“ túlka þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“