Baba Vanga lést 1996, 85 ára að aldri, en er langt frá því að vera gleymd því margir trúa á spádómshæfileika hennar og reyna að lesa í spádómana og tengja þá við atburði líðandi stundar.
Hún er sögð hafa spáð fyrir um dauða Díönu prinsessu, hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001 og hinn vaxandi loftslagsvanda okkar jarðarbúa.
Mirror segir að spádómar hennar varðandi spennuna á milli Vesturlanda og Rússlands séu ansi nöturlegir, svo ekki sé meira sagt.
Vang spáði því að Pútín verði „leiðtogi heimsins“. Samkvæmt spádómi hennar, þá hefst stríð á austurhluta jarðarinnar nú í vor og verður það þriðja heimsstyrjöldin. „Þetta stríð mun eyða Vesturlöndum,“ sagði hún og bætti við að Pútín verði „leiðtogi heimsins“ og að Evrópa verði auðn. En hún sagði jafnframt að Rússland muni ekki aðeins lifa þetta stríð af, sem og stríðið við Úkraínu, heldur muni Rússar „ráða heiminum“ að því loknu.
Það þarf auðvitað að taka þessum spádómi hennar með fyrirvara og rétt er að hafa í huga að spádómar af þessu tagi eru oft ansi óljósir í framsetningu og misjafnt hvernig „sérfræðingar“ túlka þá.