Lið Aftureldingar fékk létt áfall í morgun er leikmenn og starfsfólk sáu rútu liðsins í morgunsárið.
Liðið er á leið í æfingaferð og var á leið á Keflavíkurflugvöll á liðsrútunni umtöluðu.
Skemmdarverk voru unnin á rútuna væntanlega í nótt en búið var að brjóta rúður á nokkrum stöðum.
Um er að ræða 40 ára gamla rútu en Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði þetta að segja á Facebook síðu sinni:
,,Ömurlegt að koma að Aftureldingar rútunni í morgun. Pabbi búinn að leggja líf og sál í að halda henni á lífi í mörg ár. Hvað menn fá út úr því að fremja svona skemmdarverk mun ég aldrei skilja,“ skrifaði Magnús.