fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Þorsteinn gefst ekki upp og hjólar enn á ný í Þorgrím – „Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og kona hans Hulda Tölgyes sálfræðingur hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir sína gagnrýni á Þorgrím Þráinsson og orðræðu hans í viðtali í Kastljósi á RÚV um hvernig glíma skuli við vanlíðan barna og ungmenna. Hafa þau meðal annars verið sökuð um menntahroka með því að minna á að Þorgrímur hafi ekki til að bera sérfræðimenntun á þessu sviði. Kölluðu þau Þorgrím meðal annars risaeðlu. Í nýrri færslu á samfélagsmiðlum gefur Þorsteinn hins vegar ekkert eftir. Hann hjólar enn á ný í Þorgrím og segir þau hjónin standa við hvert orð.

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Þorgrímur svaraði fyrir sig.

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Hulda sagði hins vegar að gagnrýnin á þau hjónin hafi verið fyrirsjáanleg:

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Þorsteinn tekur undir það í nýrri færslu á Facebook-síðunni Karlmennskan sem hann hefur haldið úti um nokkurt skeið:

„Öll þessi öfgafullu og rætnu viðbrögð við gagnrýni okkar Huldu á orðræðu þjóðargerseminnar Þráinssonar voru fyrirséð og eru dæmigerð. Aðferðir okkar ekki nógu góðar, hugtökin sem við notum eru full af fordómum, við erum ómálefnanleg og stuðlum að þöggun. Við erum vandamálið.“

Hver er vandamálið?

Þorsteinn segir að frekar ætti að líta á Þorgrím sem vandamálið:

„Ekki maðurinn sem er fjármagnaður af Brim og N1, fer inn í alla grunnskóla landsins, fær drottningarviðtal í Kastljósi og er almennt svo dýrkaður að gagnrýni á hann jafngildir landráði. Jafnvel þótt orðræða hans sé stórkostlega problematísk. Jafnvel þótt hann eigi sér sögu um karlrembu (brjóstagjafa-umræðan og fleira). Jafnvel þótt hann uppfylli ekki viðmið Landlæknis og ráðuneytis.“

Hann segir að þau hjónin séu sannarlega ekki að standa í því að gagnrýna Þorgrím vegna þess að þau græði sjálf á því:

„Og trúiði mér. Við græðum nákvæmlega ekkert á að gagnrýna hann nema óvinsældir, hótanir, skítkast og streitt taugakerfi.“

Standi við allt og séu ekki með menntahroka

Þorsteinn segir hann og Huldu standa við allt sem þau hafi sagt um Þorgrím og vísar því alfarið á bug að það hafi byggt á menntahroka:

„Ég stend við allt sem við Hulda höfum sent frá okkur tengt umræðu um fræðslu í grunnskólum og gagnrýni á orðræðu ÞÞ. Það er ekki hægt að væla og fullyrða að með gagnrýni séum við að krefjast þöggunar, útilokunar og menntaðs einræðis. Það er ómálefnalegur útúrsnúningur.“

Þorsteinn segir Þorgrím ekki uppfylla leiðbeiningar menntamálaráðuneytisins um að forvarnarstarf í skólum skuli alltaf byggt á gagnreyndum aðferðum og að Þorgrímur virðist ekki uppfylla viðmið ráðuneytisins vegna skorts á faglegri menntun.

Lífsreynslu verði að meta í samhengi við rannsóknir.

Hann telur ólíklegt að Þorgrímur hafi orðið fyrir jafn miklu af persónulegum árásum og hótunum og hann og Hulda hafi mátt þola undanfarna daga.

Forneskjan

Þorsteinn segir nálgun Þorgríms forneskjulega:

„Það er forneskja að segja börnum að hætta að væla og það er forréttindafirring að segja börnum að það sé nóg af fórnarlömbum og þau eigi ekki að vera eitt af þeim. Það er einstaklingshyggja og eitruð jákvæðni að leggja áherslu á einstaklingsframtak barna til að kljást við félagslegar og tilfinningalegar flækjur samtímans. Margar áskoranir barna eru þeim yfirsterkari og stafa af menningarlegum og félagslegum ástæðum.“

Þorsteinn vill meina að það eigi ekki að vera sjálfsagt mál að Þorgrímur fái að koma í skóla landsins og tala við nemendur. Þorgrímur sé langt frá því að vera jaðarsettur í íslensku samfélagi:

„En ég meina, ef þið elskið ÞÞ og boðskap hans í Kastljósinu þá ættuð þið kannski bara að hætta að væla og ekki vera svona mikil fórnarlömb. Verið bara góð og gerið góðverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni