fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 10:30

Reykjanesbær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd húsamála hefur gert ónefndu fyrirtæki að endurgreiða konu sem leigði íbúð í eigu þess, í Reykjanesbæ, ofgreidda leigu og einnig tryggingarfé sem haldið hafði verið eftir. Sagðist fyrirtækið hafa haldið fénu eftir vegna skemmda sem orðið hefðu á íbúðinni á meðan konan var með hana á leigu. Neitaði fyrirtækið hins vegar að upplýsa hana um hvaða skemmdir þetta væru.

Leigusamningur milli málsaðila gilti frá því í október 2023 fram til 1. maí 2024.

Konan sagði í kæru sinni að hún hefði afhent nýjum leigjanda íbúðina 15. apríl 2024 samkvæmt samkomulagi við fyrirtækið. Þann 27. sama mánaðar hafi fyrirtækið krafist þess að hún greiddi 800.000 krónur í skaðabætur, en krafan hafi síðan verið lækkuð í 150.000 krónur án skýringa. Þá hafi fyrirtækið fullyrt að nýr leigjandi hefði ekki tekið við íbúðinni 15. apríl heldur 1. maí.

Vildi konan meina að engar sönnur hefðu verið færðar á að tjón hefði orðið á íbúðinni.

Hún hafnaði því alfarið að hafa samþykkt að tekið yrði af tryggingafénu og að öll samskipti milli málsaðila yrði að skoða í því ljósi að hún væri af erlendum uppruna og hvorki með ensku né íslensku sem móðurmál. Hún krafðist einnig að helmingurinn af leigu sem hún greiddi fyrir aprílmánuð 2024 yrði endurgreiddur enda hefði hún flutt út um miðjan mánuðinn.

Samningur

Í andsvörum sínum sagði fyrirtækið að leigusamningurinn hefði gilt til 1. maí. Þegar konan hafi viljað flytja út 15. apríl hafi hún fengið þau svör að hún yrði að efna samninginn ef ekki tækist að finna nýja leigjendur til að taka við íbúðinni um miðjan apríl. Svo hafi farið að nýju leigjendurnir hafi tekið við íbúðinni 1. maí. Íbúðin hafi ekki verið í góðu ástandi og samkomulag hafi tekist við konuna um að 150.000 krónur yrðu vegna þessa teknar af tryggingunni. Það hafi þó ekki dugað til þar sem þurft hafi að mála og gera við skemmdir á parketi.

Í andsvörum konunnar kom fram að aðili á vegum fyrirtækisins hefði skoðað íbúðina 5. apríl 2024 og þá sagt að allt væri í lagi. Íbúðin hafi verið í sama ástandi við skilin. Parketið og veggirnir hafi verið í lagi.  Íbúðin hafi ekki verið skoðuð 15. apríl þegar hún hafi verið flutt út. Sonur hennar hafi hjálpað nýja leigjandanum að flytja inn þennan dag.

Konan sagði fyrirtækið ekki hafa svarað skilaboðum en eftir að starfsmaður Reykjanesbæjar hafi haft samband hafi fengist samþykki fyrir því að endurgreiða helminginn af leigunni fyrir apríl. Sú endurgreiðsla hafi þó aldrei borist og eftir að hún var flutt út hafi henni borist skilaboð um að 150.000 krónum yrði haldið eftir af tryggingarfénu. Spurningum hennar um hvaða skemmdir væri að ræða hefði aldrei verið svarað en hún hafi veitt samþykki sitt til að lenda ekki í vandræðum.

Svaraði aldrei

Í niðurstöðu kærunefndar húsamála kemur fram að konan lagði fram tryggingarfé að fjárhæð 640.000 krónur við upphaf leigutíma. Af því greiddi Reykjanesbær 600.000 krónur og hún sjálf 40.000 krónur. Fyrtækið hefði endurgreitt 450.000 krónur til bæjarins og 40.000 krónur til konunnar, en haldið eftir 150.000 krónum vegna hinna meintu skemmda.

Nefndin segir fyrirtækið ekki hafa mótmælt því að konan hafi afhent nýjum leigjanda íbúðina 15. apríl 2024, og gögn málsins staðfesti það. Þar með hafi íbúðinni verið skilað þann dag.

Samskipti milli aðila sýni enn fremur fram á að konan hafi daginn eftir að hún flutti út spurt um endurgreiðslu tryggingarfjárins. Næsta dag hafi hún verið upplýst um að íbúðin væri ekki í góðu standi, að það þyrfti að mála, gera lagfæringar og þrífa. Hún hafi spurt hvaða skemmdir átt væri við en aldrei fengið svör við því. Konan hafi óskað ítrekað eftir nánari upplýsingum um meintar skemmdir en engin svör borist.

Nefndin segir konuna hafi fallist á að 150.000 krónur yrðu dregnar af tryggingarfénu, en augljóst sé þó að samþykkið hafi ekki verið tilkomið vegna þess að hún teldi kröfuna eiga rétt á sér heldur virðist hún hafa viljað losa tryggingarféð en það hafi virst henni ómögulegt nema hún féllist á kröfuna. Síðar hafi hún þó farið fram á fulla endurgreiðslu.

Engin úttekt

Nefndin segir einnig liggja fyrir að aðilar málsins hafi ekki gert sameiginlega úttekt á ástandi íbúðarinnar. Með hliðsjón af því að fyrirtækið hafi engin gögn lagt fram sem styðji við það að konan hafi skilað af sér íbúðinni í óviðunandi ástandi, sameiginleg úttekt hafi ekki verið gerð við lok leigutíma og að gögn málsins sýni að samþykki konunnar fyrir því að 150.000 krónur yrðu dregnar af tryggingarfénu hafi ekki verið tilkomið vegna þess að hún teldi kröfuna eiga rétt á sér sé ekki hægt að fallast á að kröfur fyrirtækisins í tryggingarféð séu haldbærar.

Er því fyrirtækinu gert að endurgreiða konunni þessar 150.000 krónur auk vaxta og dráttarvaxta. Þar að auki að endurgreiða konunni helminginn af þeim 320.000 krónum sem hún greiddi í húsaleigu fyrir apríl 2024 þar sem gögn málsins staðfesti að nýr leigjandi hafi flutt inn í íbúðina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni