Staða Manchester United væri aldrei sú sama í dag ef Sir Alex Ferguson væri ennþá við stjórnvölin hjá félaginu.
Þetta segir fyrrum leikmaður liðsins, Louis Saha, en United hefur ekki unnið deildina síðan 2013 – árið sem Sir Alex hætti.
Gengið hefur svo sannarlega verið brösugt í mörg ár og virðist ekki vera á mikilli uppleið undir Ruben Amorim.
,,Þetta lið Manchester United er ekki á sama stað og við vorum áður svo þetta er mjög erfitt,“ sagði Saha.
,,Sir Alex Ferguson hefði aldrei þurft að glíma við svona búningsklefa og hann hefði aldrei komið sér í þessa stöðu. Hann var sigurvegari sem bjó til sigurlið.“
,,Ég get skilið af hverju goðsagnir eins og Gary Neville séu pirraðar. Við höfum gert alltof mörg mistök undanfarin tíu ár.“