Framlag Íslands í Eurovision 2025 hefur verið valið, en að þessu sinni var ekki um einvígi tveggja efstu laganna að ræða heldur var framlag Íslendinga valið með símakosningu og af alþjóðlegri dómnefnd. Lagið Róa með Væb sigraði bæði hjá dómnefnd og í símakosningu og mun keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí.
Væb eru bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson. Þeir sömdu lagið ásamt Gunnari Birni Gunnarssyni og Inga Þór Garðarssyni.
Niðurstaða dómnefndarinnar var eftirfarandi:
Niðurstaða úr símakosningu var eftirfarandi: