Mohamed Salah tók ákveðna áhættu fyrir stórleik helgarinnar á Englandi sem er á milli Liverpool og Manchester City.
Salah er að sjálfsögðu leikmaður Liverpool en hann vill meina að líf Erling Haaland, markavélar City, sé auðvelt í samanburði við eigið líf.
Haaland raðar inn mörkum fyrir City rétt eins og Salah gerir fyrir Liverpool en Egyptinn þarf að hafa meira fyrir hlutunum að eigin sögn.
,,Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við ræddum kannski einu sinni saman eftir síðasta leik en hann er framherji og hans líf er auðveldara,“ sagði Salah.
,,Auðvitað óska ég honum alls hins besta en hann hans líf er ansi þægilegt þar sem hann er framherji. Sem vængmaður, að ná sama markafjölda er erfitt.“
,,Allir vængmenn myndu segja það sama, þar er munurinn á milli okkar. Hann er framherji og ég er vængmaður.“