Það er óhætt að segja að það sé mikil pressa á Ruud van Nistelrooy, stjóra Leicester, sem tók við liðinu fyrr í vetur.
Van Nistelrooy byrjaði ágætlega með sitt nýja lið en gengið undanfarið hefur verið í raun ömurlegt.
Leicester hefur nú tekist það afrek að verða fyrsta liðið í sögu efstu deildar Englands til að tapa sex heimaleikjum í röð án þess að skora.
Það er í raun galin staðreynd en liðið hefur fengið skell eftir skell í síðustu heimaleikjum sínum.
Liðið tapaði 4-0 gegn Brentford í gær en fyrir það komu töp gegn Wolves, Manchester City, Crystal Palace, Fulham og Arsenal.