Diego Costa, fyrrum leikmaður Chelsea, er orðaður við Arsenal þessa stundina en hann er fáanlegur á frjálsri sölu.
Arsenal sárvantar framherja þessa stundina en Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka og Gabriel Martinelli eru meiddir.
Costa er 36 ára gamall í dag og er án félags en hann myndi hafna Arsenal að sögn William Gallas sem lék með bæði Chelsea og Arsenal á sínum tíma.
,,Diego Costa er risastór karakter sem getur verið mjög gott fyrir liðið þegar illa gengur. Ég sé hann fyrir mér rífast við Mikel Arteta,“ sagði Gallas en Arteta er stjóri Arsenal.
,,Hann myndi ekki henta andrúmslofti félagsins í dag og þetta myndi enda illa, jafnvel þó að þeir þurfi á framherja að halda.“
,,Stuðningsmenn Chelsea yrðu einnig miður sín. Ég held að hann myndi hafna þessu boði vegna sögu hans hjá Chelsea og hvernig stuðningsmennirnir myndu bregðast við.“