Í seinna skiptið barst tilkynning um að maðurinn væri kominn aftur og nú vopnaður hníf. Að þessu sinni náði lögregla að handtaka manninn, en hann hafði þó náð að brjóta rúðu við inngang geðdeildar. Við handtöku reyndist hann þó ekki vera með hníf á sér. Hann hefur nú verið vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Framangreint kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir eins frá útkalli í matvöruverslun vegna búðahnupls. Lögregla mætti á svæðið og afgreiddi málið með framburðarskýrslu en á meðan lögregla var í búðinni tilkynnti starfsmaður verslunarinnar að þar væri nú annar aðili að stinga vörum inn á sig. Lögregla ræddi við þennan seinni aðila, sem þá tók vörurnar undan klæðnaði sínum og greiddi fyrir þær. Aðilinn, sem var af erlendu bergi brotinn, gat þó ekki gert grein fyrir hver hann væri. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem kom á daginn að þessi maður var eftirlýstur.