Mathys Tel hefur greint frá því hvernig hann komst að áhuga Tottenham sem nældi í sóknarmanninn í janúar.
Tel kom á lánssamningi frá Bayern Munchen en það volru þónokkur félög sem sýndu honum áhuga.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hringdi í Tel þegar hann var í klippingu og náði að sannfæra sinn mann um að koma til enska félagsins.
,,Ég var bara í klippingu – ein hliðin var í lagi en hin hliðin var ekki alveg í lagi,“ sagði Tel um símtalið.
,,Hann sagði við mig: ‘Mathys, þú ert góður leikmaður og góður liðsmaður. Þú getur komið með eitthvað sérstakt í þetta lið. Við þurfum að vinna mikið af leikjum.’
,,Þetta símtal gerði mikið fyrir mig á jákvæðan hátt.“