Brentford fór illa með Leicester á útivelli í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar.
Það má segja að gestirnir hafi klárað dæmið á fyrsta hálftímanum. Fyrst kom Yoane Wissa þeim yfir áður en Bryan Mbuemo og Christian Norgaard bættu við mörkum. Staðan í hálfleik var 0-3.
Það stefndi í að það yrði lokaniðurstaðan en seint í leiknum skoraði Fabio Carvalho fjórða mark Brentford og þægilegur 0-4 sigur á nýliðunum staðreynd.
Brentford er í tíunda sæti deildarinnar með 37 stig, aðeins fyrir neðan Evrópusætin.
Leicester er hins vegar í því nítjánda með 17 stig, 2 stigum frá öruggu sæti.